Blundar í þér söngfugl? Ertu alæta á tónlist? Langar þig að taka þátt í metnaðarfullu og einstaklega skemmtilegu kórstarfi? Ertu 20 ára eða eldri? Komdu þá í söngprufu hjá Vocal Project!
Öll kyn velkomin en bassar og tenórar sérstaklega eftirsóttar raddir. Til að skrá þig í áheyrnarprufur þarft þú að senda póst á [email protected] og við úthlutum þér tíma. Við hlökkum til að heyra í þér, og sjá þig þriðjudagskvöldið 27. ágúst!
0 Comments
Vocal Project - poppkór Íslands fagnar sumrinu með geysihressum tónleikum í Gamla Bíói. Í þetta skiptið er innblásturinn hvorki meira né minna en Hollywood og Broadway. Frá gömlum klassískum slögurum úr Mary Poppins, Les Misérables og West Side Story til nýklassíkera úr smiðju Tim Minchin, Lin-Manuel Miranda og Billie Eilish getum við lofað því að þið fáið ekki færri en fimm lög á heilann!
Einnig verða á dagskrá þau lög sem við munum flytja í kórakeppninni Cracovia Cantans í Kraká í sumar. Við höfum lagt hart að okkur við æfingar fyrir þessa keppni og hlökkum til að leyfa ykkur að heyra. Miðasala er hafin á Tix: https://tix.is/is/event/17233/ljos-kamera-aksjon-/ Sumarhappdrætti 2024
Við höfum hafið sölu á miðum í seinna happdrætti þessa vetrar. Kórinn er að fara í keppnisferð til Krakow í Póllandi 10. júní, sem átti að verða 2020 en ekkert varð úr útaf soltlu - eins og sagt er. 🙂 Svona ferð kostar talsvert og því treystum við á fjáraflanir, og stærsta fjáröflunin eru happdrættin tvö. Verð miða er aðeins 2.000 krónur, og má nálgast miðana hjá kórmeðlimum eða í gegnum netfangið [email protected] Vinningar eru ekki af verri endanum og vinningaskrá má sjá undir flipanum HAPPDRÆTTI hér efst til hægri. Í dag hefjum við sölu á miðum í Jólahappdrætti Vocal Project. Við erum að fara í keppnisferð til Krakow í Póllandi í Júní 2024, sem átti að verða 2020 en ekkert varð úr - útaf soltlu, eins og sagt er. 🙂
Svona ferð kostar talsvert og því treystum við á fjáraflanir, en sú fyrsta formlega er Jólahappdrættið. Verð miða er aðeins 2.000 krónur, og má nálgast miðana hjá kórmeðlimum eða í gegnum netfangið [email protected] Vinningar eru ekki af verri endanum og vinningaskrá má sjá undir flipanum HAPPDRÆTTI hér efst til hægri. Vocal Project - Poppkór Íslands málar bæinn hvítan og fagnar því að það er komin vetrartíð. Fjölbreytt dagskrá úr ýmsum áttum, sum ísköld, önnur dúnmjúk. En rauði þráðurinn út í gegn: það snjóar. Leyfið einum skemmtilegasta kór landsins að syngja ljúfa vetrarstemningu í hjarta ykkar!
Miðasala er hafin á Tix: https://tix.is/is/event/16610/-a-snjoar/ Langar þig ekki að koma og syngja í skemmtilegum kór? Vocal Project verður með raddprufur laugardaginn 26. ágúst. Sendu okkur póst ef þú vilt koma í prufu. Hlökkum til að heyra í þér! 😊
GOÐSAGNIR II: Á YSTU NÖF
Norðurljós í Hörpu 25. maí kl 20:00 Vocal Project endurtekur leikinn frá 2018 þegar kórinn flutti tónlist eftir goðsagnir poppkúltúrsins. Og nú er komið að framhaldinu. Dolly Parton, Whitney Houston, Guns N’ Roses, Led Zeppelin, Elton John og fleiri góðkunningjar pabbarokkara og diskódíva rötuðu á efnisskránna í ár og verða lög þeirra flutt við alvöru hávaðaundirleik húsbandsins, sem að þessu sinni er skipað Guðmundi Stefáni Þorvaldssyni á gítar, Sam Pegg á bassa, Kjartani Valdemarssyni á hljómborð og Jóni Geir Jóhannssyni á trommur. Sem fyrr er Gunnar Ben stjórnandi kórsins, en hann er Mývetningur, óbóeigandi og spilar stundum þjóðlagametal. Forsala er hafin á https://tix.is/is/event/15374/go-sagnir-ii-a-ystu-nof/. Tryggið ykkur miða í tíma, á lægra verði, því almennt komast töluvert færri að en vilja. Vocal Project ætlar að halda jólastyrktartónleika í Guðríðarkirkju þann 15. desember næstkomandi og koma áhorfendum í hið eina sanna jólaskap. Tónleikarnir verða jólagjöf kórsins til áhorfenda með sérstakri þökk til ykkar sem hafið stutt okkur og mætt á tónleika í gegnum árin og því verður frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Ef áhorfendur vilja svo styrkja gott málefni mun kórinn taka við frjálsum framlögum á tónleikunum, sem renna óskipt til Píeta samtakanna. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í hátíðarskapi í Guðríðarkirkju, 15. desember kl 20:00. Um Píeta Samtökin: Í svartasta myrkri vetrarins er margt sem herjar á innri frið. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfskaða auk þess að veita aðstandendum stuðning. Starfsemin er rekin að fyrirmynd Pieta House á Írlandi og býður upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir 18 ára og eldri. Hjálparsími samtakanna er opinn allan sólarhringinn. Það er alltaf von. Vocal Project blæs burt haustlægðinni með hressilegum tónleikum í Guðríðarkirkju. Efnisskráin er að þessu sinni innblásin af dívum og því öll lögin samin og/eða flutt af glæsilegu kvenfólki. Frá Adele til O'Riordan flytjum við ykkur ráðlagðan dagskammt af grl pwr!
Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/14243/vocal-project-a-hausti/ Þann 20. maí næstkomandi verðum við loksins með tónleika í Guðríðarkirkju, til að loka þessum langa vetri og bjóða sumarið velkomið með fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum.
Það er óhætt að segja að þetta verði sannkölluð tónlistarveisla, en lög kvöldsins koma úr öllum áttum; frá Rammstein til Spice Girls, og allskonar þar á milli. Lögin eiga það þó sameiginlegt að gleðja kórinn, og við vonum að þau muni gleðja áhorfendur jafn mikið. Hlökkum til að sjá ykkur! Miðasala á TIX: https://tix.is/is/event/13263/vortonleikar-vocal-project/ |
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |