Ertu karlmaður? Syngurðu? Viltu koma og syngja með skemmtilegu fólki?
Vocal Project getur bætt við sig tenórum og bössum. Við lofum skemmtilegum efnistökum, hressum kórfélögum og eins og einu eða tveimur partýum í kaupbæti. ;) Meðal þess sem við höfum sungið síðustu misserin eru lög með Metallica, Jet Black Joe, Bítlana, Green Day, Evanescence, Rag’n’Bone Man, Justin Timberlake og Bruno Mars... Viltu vera með? Sendu okkur póst á [email protected] og við verðum í bandi!
1 Comment
Vocal Project heldur litríka vetrartónleika í Guðríðarkirkju á nýju ári. Innblástur tónleikanna eru allir regnbogans litir í afar frjálslegri túlkun kórsins.
Vocal Project fer ótroðnar slóðir í lagavali sem fyrr. Á efnisskránni í janúar eru lög þar sem litir koma fyrir í textum, listamannsnöfnum eða plötuheitum frá ekki ómerkari li(s)tamönnum en Bítlunum, Green Day, Klíkunni og Metallica – í allt að 8 röddum! Kórstjóri er hanakamburinn Gunnar Ben. Hann er oftast í svörtu. |
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |