Vocal Project - Poppkór Íslands
  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Sumarhappdrætti 2024
    • Jólahappdrætti 2023
    • Jólahappdrætti 2019

Fréttir

Saman á ný!

13/10/2021

0 Comments

 
Það er söngþyrstur hópur sem bíður þess að halda fyrstu tónleikana í tæp tvö ár, og verða þeir í Guðríðarkirkju þann 21. október kl. 20:00.
Það er óhætt að segja að æfingarnar okkar gefi fyrirheit um magnaða tónleika. Kórinn hefur stækkað töluvert og sjaldan verið fleiri meðlimir, og hljómurinn eftir því. Efnisskráin er fjölbreytt, ballöður, popp og rokk, flest með undirleik. Þið verðið ekki svikin af þessu prógrammi. Við hlökkum til að sjá ykkur á tónleikunum... saman á ný.
Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/12196/vocal-project-saman-a-ny-/

ATH: Þökk sé breyttum reglum þurfa gestir EKKI að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi áður en gengið er inn í salinn, né vera með grímu á meðan gengið er inn og út. Engu að síður minnum við alla á að huga að eigin persónubundnu sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur!
Picture
0 Comments

I See Fire - Virtual Vocal Project

9/8/2021

0 Comments

 
Á fordæmalausum tímum í starfi kórs, þegar við getum ekki sungið saman, þá syngjum við sundur. Og saman. Sundur og saman! Í vonbrigðum liðins vetrar ákvað kórinn að syngja lag sem við hefðum haft áður á efnisskránni og fólk gæti sungið heima fyrir framan myndavél. Fyrir valinu varð lag Ed Sheeran „I See Fire“ úr kvikmynd um Hobbitann, útsett af kórstjóranum okkar Gunnari Ben.

Svo merkilega vildi til að í miðju upptökuferlinu kom einmitt eldur úr iðrum jarðar, líkt og lýst er í laginu, og því fannst okkur tilvalið að blanda myndefni frá Geldingadölum saman við upptökurnar okkar.
Afrakstur heimavinnunnar má sjá í þessu myndbandi, og við vonum að þið njótið útkomunnar!
0 Comments

Ár í lífi kórs...

16/3/2021

1 Comment

 
Síðasta árið er búið að vera rússíbani hjá okkur, eins og flestum öðrum á þessum tímum. Vonir, væntingar og.... vonbrigði! En öll él styttir upp um síðir og við trúum því staðfastlega að þetta verði tónleikavor hjá okkur!
Picture
1 Comment

Stóðum tvö í túni - Virtual Vocal Project

21/12/2020

0 Comments

 
Eins og flestir kórar heimsins höfum við ekki getað sungið saman í marga mánuði, og söknum þess gríðarlega. Við ættum að vera að syngja á tónleikum núna, þannig að við ákváðum að sameinast allavega í sýndarkór. Syngja saman, þó við séum öll heima hjá okkur.
Þetta var tekið upp í Desember 2020, en hver meðlimur tók sönginn upp á farsímann sinn eða vefmyndavél og síðan var þetta klippt saman. Þetta var frábær lærdómur fyrir okkur öll, og við vonum að þið njótið útkomunnar!
Lagið er gamalt þjóðlag, og útsetningin eftir Hjálmar H. Ragnarsson
0 Comments

Elskaðu náungann - Æfing í Skálholti

10/10/2020

0 Comments

 
Á vormánuðum 2018 fór kórinn í kórbúðir í Skálholti, til að æfa fyrir tónleika í Salnum Kópavogi. Vorum við svo heppin að fá að æfa aðeins í Skálholtskirkju, en hljómburðurinn þar er töfrum líkastur. Hér er eitt lagið sem við æfðum þann frábæra dag 🙂
0 Comments

Með hækkandi sól Gamla bíó 30. janúar

4/12/2019

0 Comments

 
Þegar svartasta skammdegið er yfirstaðið og sólin farin að hækka á lofti aftur ætlar Vocal Project að vera með tónleika í Gamla bíó. Þar verða sungin lög úr ýmsum áttum sem minna okkur á að eftir vetur kemur vor. Næsta vor er sérstaklega spennandi fyrir kórinn þar sem sólin verður ekki bara komin enn hærra á loft heldur erum við líka að fara í keppnisferð til Póllands. Tónleikarnir núna í janúar eru því stór liður í undirbúningsferli fyrir ferðina. Á þessum tónleikum verða flutt lög úr ýmsum áttum og meira að segja slæðist inn í prógrammið eitt lag sem kemur með okkur í keppnina. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
kaupa miða
0 Comments

Jólahappdrætti 10. des.

26/11/2019

1 Comment

 
Við í Vocal Project höfum skráð okkur til leiks á virtu alþjóðlegu kóramóti í Krakow í Póllandi á næsta ári. Svona ferð kostar talsvert og því treystum við á fjáraflanir.
Ein af okkar megin fjáröflunum eru tvö happdrætti, og í dag hefst miðsala á Jólahappdrættið okkar. Verð miða er aðeins 1.500 krónur, og má nálgast miðana hjá kórmeðlimum.

Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn, og vonum að vinningarnir gleðji svona rétt fyrir jólin :)
Picture
1 Comment

Ertu söngfugl?

11/9/2019

1 Comment

 
Erum með nokkur pláss laus fyrir söngfugla í vetur og verðum með áheyrnarprufur 17. september. Ef þið hafið áhuga á að koma í prufu sendið okkur línu á [email protected]
Picture
1 Comment

Tónleikar með Vocal Line í Hörpu 14. sept.

18/8/2019

1 Comment

 
Þann 14. september næstkomandi munu tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara!
Vocal Line unnu hina víðfrægu Eurovision Choir keppni, sem haldin var í annað sinn í Gautaborg í Ágúst síðastliðnum. Við hlökkum til þess að syngja með þeim í Silfurbergi í Hörpu.

Miðasala er hafin, og það verða númeruð sæti:

https://tix.is/en/event/8558/vocal-line-og-vocal-project/
Picture
Um viðburðinn

Tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara!
Danski kórinn Vocal Line og íslenski kórinn Vocal Project eru um margt ólíkir en eiga þó sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir fágaðan söng í flóknum og fjölbreyttum útsetningum. Kórarnir einblína báðir á samtímatónlist, svo sem popp, rokk, jazz og dægurlagatónlist.
  --
Vocal Line er a cappella kór sem samanstendur af 30 söngvurum sem með einlægri innlifun, listrænu skynbragði og einkennandi hljóm ná á hverjum tónleikunum á fætur öðrum að snerta huga og hjörtu áheyrendanna. Vocal Line hefur frá upphafi haft það að markmiði að vera í fararbroddi á lands- og alþjóðavísu varðandi þróun á rytmískum kórsöng.

Í gegnum árin hefur Vocal Line öðlast mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði í Evrópu og víðar um heim og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Vocal Line urðu valin "Eurovision kór ársins 2019", keppni sem haldin var í Svíþjóð milli 10 evrópskra kóra. Kórinn fékk þar að auki nafnbótina “European Voices Award” fyrr á árinu. Vocal Line hefur haft heiðurinn af að syngja með heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við Bobby McFerrin í New York og Rolling Stones á Hróarskeldu hátíðinni.
Um langt skeið hefur Vocal Line haft ákveðna tengingu við Ísland, og m.a. sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Tónlistarmyndband við titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa og þá er Þingeyingurinn Gunnar Sigfússon fyrsti og eini Íslendingurinn sem syngur með Vocal Line. Vegna þessarra tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar.

1 Comment

Vortónleikar í Guðríðarkirkju 23. maí

29/4/2019

0 Comments

 
Þann 23. maí næstkomandi verðum við með tónleika í Guðríðarkirkju. Lögin sem við tökum eru í fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum. Mörg laganna sem flutt verða hafa slegið í gegn og flest þeirra trónað á toppi vinsælustu popplaga síðustu ára. Það er því óhætt að segja að þetta verði sannkölluð poppveisla. Tónleikarnir verða að hluta til með undirleik og léttu slagverki. Þið verðið ekki svikin af þessu fjölbreytta prógrammi sem við höfum sett saman að þessu sinni. Hlökkum til að sjá sem flesta!

https://tix.is/is/event/7982/vortonleikar-vocal-project/
Picture
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Eldri fréttir

    August 2024
    April 2024
    December 2023
    November 2023
    August 2023
    April 2023
    December 2022
    October 2022
    May 2022
    October 2021
    August 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    August 2019
    April 2019
    August 2018
    May 2018
    January 2018
    October 2017
    August 2017

    Flokkar

    All

  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Sumarhappdrætti 2024
    • Jólahappdrætti 2023
    • Jólahappdrætti 2019