Þann 23. maí næstkomandi verðum við með tónleika í Guðríðarkirkju. Lögin sem við tökum eru í fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum. Mörg laganna sem flutt verða hafa slegið í gegn og flest þeirra trónað á toppi vinsælustu popplaga síðustu ára. Það er því óhætt að segja að þetta verði sannkölluð poppveisla. Tónleikarnir verða að hluta til með undirleik og léttu slagverki. Þið verðið ekki svikin af þessu fjölbreytta prógrammi sem við höfum sett saman að þessu sinni. Hlökkum til að sjá sem flesta!
https://tix.is/is/event/7982/vortonleikar-vocal-project/
0 Comments
Í kvöld verða Legends tónleikarnir okkar í Vocal Project. Þeir sem vilja næla sér í allra síðustu sætin geta smellt á hlekkinn hér að neðan. Við erum rosalega spennt að flytja prógrammið fyrir ykkur. Sjáumst í kvöld með bros á vör og söng í hjarta 🎤🤩
https://tix.is/is/event/5828/legends-vocal-project-/ Við rötuðum í Moggann í dag. Í blaðinu má finna viðtal við Gunnar Ben kórstjóra um tónleikana okkar þann 25.maí n.k.
Fyrir þá sem áttu eftir að tryggja sér miða er linkur hér á miðasöluna: https://tix.is/is/event/5828/legends-vocal-project-/ Ertu karlmaður? Syngurðu? Viltu koma og syngja með skemmtilegu fólki?
Vocal Project getur bætt við sig tenórum og bössum. Við lofum skemmtilegum efnistökum, hressum kórfélögum og eins og einu eða tveimur partýum í kaupbæti. ;) Meðal þess sem við höfum sungið síðustu misserin eru lög með Metallica, Jet Black Joe, Bítlana, Green Day, Evanescence, Rag’n’Bone Man, Justin Timberlake og Bruno Mars... Viltu vera með? Sendu okkur póst á vppoppkor@gmail.com og við verðum í bandi! Vocal Project heldur litríka vetrartónleika í Guðríðarkirkju á nýju ári. Innblástur tónleikanna eru allir regnbogans litir í afar frjálslegri túlkun kórsins.
Vocal Project fer ótroðnar slóðir í lagavali sem fyrr. Á efnisskránni í janúar eru lög þar sem litir koma fyrir í textum, listamannsnöfnum eða plötuheitum frá ekki ómerkari li(s)tamönnum en Bítlunum, Green Day, Klíkunni og Metallica – í allt að 8 röddum! Kórstjóri er hanakamburinn Gunnar Ben. Hann er oftast í svörtu. Vocal Project er stolt af því að kynna nýjan vef kórsins!
Vefurinn er unnin af markaðsnefnd kórsins í samstarfi við stjórn. Þetta er fyrsta útgáfa og frekara efni verður bætt við hann á komandi vikum og misserum. Einnig er nú hægt að skrá sig á póstlista Vocal Project til að tryggja að missa ekki af neinu, en við munum senda út upplýsingar um tónleika, inntökupróf og annað spennandi sem er í gangi hjá okkur. Ekki missa af því - þú getur skráð þig hér hægra megin á síðunni. Endilega deilið vefnum með vinum og vandamönnum í gegnum samfélagsmiðlana svo að enginn verði nú af þeirri ánægju að fá að upplifa Vocal Project - Poppkór Íslands! :) Viltu vera með!
Næstu inntökupróf verða haldin 2. september. Skráðu þig! |