Eins og flestir kórar heimsins höfum við ekki getað sungið saman í marga mánuði, og söknum þess gríðarlega. Við ættum að vera að syngja á tónleikum núna, þannig að við ákváðum að sameinast allavega í sýndarkór. Syngja saman, þó við séum öll heima hjá okkur. Þetta var tekið upp í Desember 2020, en hver meðlimur tók sönginn upp á farsímann sinn eða vefmyndavél og síðan var þetta klippt saman. Þetta var frábær lærdómur fyrir okkur öll, og við vonum að þið njótið útkomunnar! Lagið er gamalt þjóðlag, og útsetningin eftir Hjálmar H. Ragnarsson
0 Comments
|
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |