Vocal Project - Poppkór Íslands
  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
    • Bóka
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Jólahappdrætti 2019

Fréttir

Tónleikar með Vocal Line í Hörpu 14. sept.

18/8/2019

0 Comments

 
Þann 14. september næstkomandi munu tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara!
Vocal Line unnu hina víðfrægu Eurovision Choir keppni, sem haldin var í annað sinn í Gautaborg í Ágúst síðastliðnum. Við hlökkum til þess að syngja með þeim í Silfurbergi í Hörpu.

Miðasala er hafin, og það verða númeruð sæti:

https://tix.is/en/event/8558/vocal-line-og-vocal-project/
Picture
Um viðburðinn

Tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara!
Danski kórinn Vocal Line og íslenski kórinn Vocal Project eru um margt ólíkir en eiga þó sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir fágaðan söng í flóknum og fjölbreyttum útsetningum. Kórarnir einblína báðir á samtímatónlist, svo sem popp, rokk, jazz og dægurlagatónlist.
  --
Vocal Line er a cappella kór sem samanstendur af 30 söngvurum sem með einlægri innlifun, listrænu skynbragði og einkennandi hljóm ná á hverjum tónleikunum á fætur öðrum að snerta huga og hjörtu áheyrendanna. Vocal Line hefur frá upphafi haft það að markmiði að vera í fararbroddi á lands- og alþjóðavísu varðandi þróun á rytmískum kórsöng.

Í gegnum árin hefur Vocal Line öðlast mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði í Evrópu og víðar um heim og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Vocal Line urðu valin "Eurovision kór ársins 2019", keppni sem haldin var í Svíþjóð milli 10 evrópskra kóra. Kórinn fékk þar að auki nafnbótina “European Voices Award” fyrr á árinu. Vocal Line hefur haft heiðurinn af að syngja með heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við Bobby McFerrin í New York og Rolling Stones á Hróarskeldu hátíðinni.
Um langt skeið hefur Vocal Line haft ákveðna tengingu við Ísland, og m.a. sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Tónlistarmyndband við titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa og þá er Þingeyingurinn Gunnar Sigfússon fyrsti og eini Íslendingurinn sem syngur með Vocal Line. Vegna þessarra tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar.

0 Comments

    Eldri fréttir

    October 2022
    May 2022
    October 2021
    August 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    August 2019
    April 2019
    August 2018
    May 2018
    January 2018
    October 2017
    August 2017

    Flokkar

    All

  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
    • Bóka
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Jólahappdrætti 2019