Vocal Project - Poppkór Íslands
  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
    • Bóka
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Jólahappdrætti 2019

Fréttir

Vocal Project: Að hausti

13/10/2022

0 Comments

 
Vocal Project blæs burt haustlægðinni með hressilegum tónleikum í Guðríðarkirkju. Efnisskráin er að þessu sinni innblásin af dívum og því öll lögin samin og/eða flutt af glæsilegu kvenfólki. Frá Adele til O'Riordan flytjum við ykkur ráðlagðan dagskammt af grl pwr!

Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/14243/vocal-project-a-hausti/
0 Comments

Vortónleikar Vocal Project

9/5/2022

0 Comments

 
Þann 20. maí næstkomandi verðum við loksins með tónleika í Guðríðarkirkju, til að loka þessum langa vetri og bjóða sumarið velkomið með fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum.
Það er óhætt að segja að þetta verði sannkölluð tónlistarveisla, en lög kvöldsins koma úr öllum áttum; frá Rammstein til Spice Girls, og allskonar þar á milli. Lögin eiga það þó sameiginlegt að gleðja kórinn, og við vonum að þau muni gleðja áhorfendur jafn mikið.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Miðasala á TIX: https://tix.is/is/event/13263/vortonleikar-vocal-project/
Picture
0 Comments

Saman á ný!

13/10/2021

0 Comments

 
Það er söngþyrstur hópur sem bíður þess að halda fyrstu tónleikana í tæp tvö ár, og verða þeir í Guðríðarkirkju þann 21. október kl. 20:00.
Það er óhætt að segja að æfingarnar okkar gefi fyrirheit um magnaða tónleika. Kórinn hefur stækkað töluvert og sjaldan verið fleiri meðlimir, og hljómurinn eftir því. Efnisskráin er fjölbreytt, ballöður, popp og rokk, flest með undirleik. Þið verðið ekki svikin af þessu prógrammi. Við hlökkum til að sjá ykkur á tónleikunum... saman á ný.
Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/12196/vocal-project-saman-a-ny-/

ATH: Þökk sé breyttum reglum þurfa gestir EKKI að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi áður en gengið er inn í salinn, né vera með grímu á meðan gengið er inn og út. Engu að síður minnum við alla á að huga að eigin persónubundnu sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur!
Picture
0 Comments

I See Fire - Virtual Vocal Project

9/8/2021

0 Comments

 
Á fordæmalausum tímum í starfi kórs, þegar við getum ekki sungið saman, þá syngjum við sundur. Og saman. Sundur og saman! Í vonbrigðum liðins vetrar ákvað kórinn að syngja lag sem við hefðum haft áður á efnisskránni og fólk gæti sungið heima fyrir framan myndavél. Fyrir valinu varð lag Ed Sheeran „I See Fire“ úr kvikmynd um Hobbitann, útsett af kórstjóranum okkar Gunnari Ben.

Svo merkilega vildi til að í miðju upptökuferlinu kom einmitt eldur úr iðrum jarðar, líkt og lýst er í laginu, og því fannst okkur tilvalið að blanda myndefni frá Geldingadölum saman við upptökurnar okkar.
Afrakstur heimavinnunnar má sjá í þessu myndbandi, og við vonum að þið njótið útkomunnar!
0 Comments

Ár í lífi kórs...

16/3/2021

0 Comments

 
Síðasta árið er búið að vera rússíbani hjá okkur, eins og flestum öðrum á þessum tímum. Vonir, væntingar og.... vonbrigði! En öll él styttir upp um síðir og við trúum því staðfastlega að þetta verði tónleikavor hjá okkur!
Picture
0 Comments

Stóðum tvö í túni - Virtual Vocal Project

21/12/2020

0 Comments

 
Eins og flestir kórar heimsins höfum við ekki getað sungið saman í marga mánuði, og söknum þess gríðarlega. Við ættum að vera að syngja á tónleikum núna, þannig að við ákváðum að sameinast allavega í sýndarkór. Syngja saman, þó við séum öll heima hjá okkur.
Þetta var tekið upp í Desember 2020, en hver meðlimur tók sönginn upp á farsímann sinn eða vefmyndavél og síðan var þetta klippt saman. Þetta var frábær lærdómur fyrir okkur öll, og við vonum að þið njótið útkomunnar!
Lagið er gamalt þjóðlag, og útsetningin eftir Hjálmar H. Ragnarsson
0 Comments

Elskaðu náungann - Æfing í Skálholti

10/10/2020

0 Comments

 
Á vormánuðum 2018 fór kórinn í kórbúðir í Skálholti, til að æfa fyrir tónleika í Salnum Kópavogi. Vorum við svo heppin að fá að æfa aðeins í Skálholtskirkju, en hljómburðurinn þar er töfrum líkastur. Hér er eitt lagið sem við æfðum þann frábæra dag 🙂
0 Comments

Með hækkandi sól Gamla bíó 30. janúar

4/12/2019

0 Comments

 
Þegar svartasta skammdegið er yfirstaðið og sólin farin að hækka á lofti aftur ætlar Vocal Project að vera með tónleika í Gamla bíó. Þar verða sungin lög úr ýmsum áttum sem minna okkur á að eftir vetur kemur vor. Næsta vor er sérstaklega spennandi fyrir kórinn þar sem sólin verður ekki bara komin enn hærra á loft heldur erum við líka að fara í keppnisferð til Póllands. Tónleikarnir núna í janúar eru því stór liður í undirbúningsferli fyrir ferðina. Á þessum tónleikum verða flutt lög úr ýmsum áttum og meira að segja slæðist inn í prógrammið eitt lag sem kemur með okkur í keppnina. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
kaupa miða
0 Comments

Jólahappdrætti 10. des.

26/11/2019

0 Comments

 
Við í Vocal Project höfum skráð okkur til leiks á virtu alþjóðlegu kóramóti í Krakow í Póllandi á næsta ári. Svona ferð kostar talsvert og því treystum við á fjáraflanir.
Ein af okkar megin fjáröflunum eru tvö happdrætti, og í dag hefst miðsala á Jólahappdrættið okkar. Verð miða er aðeins 1.500 krónur, og má nálgast miðana hjá kórmeðlimum.

Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn, og vonum að vinningarnir gleðji svona rétt fyrir jólin :)
Picture
0 Comments

Ertu söngfugl?

11/9/2019

0 Comments

 
Erum með nokkur pláss laus fyrir söngfugla í vetur og verðum með áheyrnarprufur 17. september. Ef þið hafið áhuga á að koma í prufu sendið okkur línu á vppoppkor@gmail.com
Picture
0 Comments
<<Previous

    Eldri fréttir

    October 2022
    May 2022
    October 2021
    August 2021
    March 2021
    December 2020
    October 2020
    December 2019
    November 2019
    September 2019
    August 2019
    April 2019
    August 2018
    May 2018
    January 2018
    October 2017
    August 2017

    Flokkar

    All

  • Heim
  • Kórinn
    • Vera með
    • Bóka
  • Fréttir
  • Happdrætti
    • Jólahappdrætti 2019