Vocal Project var stofnaður haustið 2010 af söngelskum vinum sem vildu hrista upp í kóraflórunni. Frá stofnun hefur kórinn einbeitt sér að óhefðbundnu lagavali þar sem verkefnalistinn telur allt frá ryþmískum verkum til vel þekktra popplaga. Kórinn er blandaður og syngur ýmist með undirleik eða án og hefur komið fram með listamönnum á borð við Sniglabandið og Pál Óskar, svo fátt eitt sé nefnt.
Kórstjórinn er Gunnar Ben – Mývetningur, hámenntaður tónlistarspegúlant og hljómborðsleikari í Skálmöld. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi og stýrir sínum söngvurum af stakri snilld.
Meðlimir eru alla jafna á bilinu 70 – 80 manns sem hittast á þriðjudagskvöldum (og stundum oftar) til að búa til hljóð (og stundum hávaða) og hafa gaman.
Tónleikar eru yfirleitt tvisvar á ári: á aðventunni eða strax á nýju ári og á vorin. Kórinn ræðst almennt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur komið fram um víðan völl, til dæmis í Hörpu og í beinni útsendingu í Kastljósi.
Viltu fylgjast með Vocal Project? Fylgdu okkur á Facebook og vertu með!
Kórstjórinn er Gunnar Ben – Mývetningur, hámenntaður tónlistarspegúlant og hljómborðsleikari í Skálmöld. Hann er gríðarlega reynslumikill stjórnandi og stýrir sínum söngvurum af stakri snilld.
Meðlimir eru alla jafna á bilinu 70 – 80 manns sem hittast á þriðjudagskvöldum (og stundum oftar) til að búa til hljóð (og stundum hávaða) og hafa gaman.
Tónleikar eru yfirleitt tvisvar á ári: á aðventunni eða strax á nýju ári og á vorin. Kórinn ræðst almennt ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur komið fram um víðan völl, til dæmis í Hörpu og í beinni útsendingu í Kastljósi.
Viltu fylgjast með Vocal Project? Fylgdu okkur á Facebook og vertu með!