Það er söngþyrstur hópur sem bíður þess að halda fyrstu tónleikana í tæp tvö ár, og verða þeir í Guðríðarkirkju þann 21. október kl. 20:00.
Það er óhætt að segja að æfingarnar okkar gefi fyrirheit um magnaða tónleika. Kórinn hefur stækkað töluvert og sjaldan verið fleiri meðlimir, og hljómurinn eftir því. Efnisskráin er fjölbreytt, ballöður, popp og rokk, flest með undirleik. Þið verðið ekki svikin af þessu prógrammi. Við hlökkum til að sjá ykkur á tónleikunum... saman á ný. Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/12196/vocal-project-saman-a-ny-/ ATH: Þökk sé breyttum reglum þurfa gestir EKKI að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi áður en gengið er inn í salinn, né vera með grímu á meðan gengið er inn og út. Engu að síður minnum við alla á að huga að eigin persónubundnu sóttvörnum. Hlökkum til að sjá ykkur!
0 Comments
|
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |