GOÐSAGNIR II: Á YSTU NÖF
Norðurljós í Hörpu 25. maí kl 20:00 Vocal Project endurtekur leikinn frá 2018 þegar kórinn flutti tónlist eftir goðsagnir poppkúltúrsins. Og nú er komið að framhaldinu. Dolly Parton, Whitney Houston, Guns N’ Roses, Led Zeppelin, Elton John og fleiri góðkunningjar pabbarokkara og diskódíva rötuðu á efnisskránna í ár og verða lög þeirra flutt við alvöru hávaðaundirleik húsbandsins, sem að þessu sinni er skipað Guðmundi Stefáni Þorvaldssyni á gítar, Sam Pegg á bassa, Kjartani Valdemarssyni á hljómborð og Jóni Geir Jóhannssyni á trommur. Sem fyrr er Gunnar Ben stjórnandi kórsins, en hann er Mývetningur, óbóeigandi og spilar stundum þjóðlagametal. Forsala er hafin á https://tix.is/is/event/15374/go-sagnir-ii-a-ystu-nof/. Tryggið ykkur miða í tíma, á lægra verði, því almennt komast töluvert færri að en vilja.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |