Þann 14. september næstkomandi munu tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara! Vocal Line unnu hina víðfrægu Eurovision Choir keppni, sem haldin var í annað sinn í Gautaborg í Ágúst síðastliðnum. Við hlökkum til þess að syngja með þeim í Silfurbergi í Hörpu. Miðasala er hafin, og það verða númeruð sæti: https://tix.is/en/event/8558/vocal-line-og-vocal-project/ Um viðburðinn
Tveir frábærir samtímakórar leiða saman hesta sína á tónleikum sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara! Danski kórinn Vocal Line og íslenski kórinn Vocal Project eru um margt ólíkir en eiga þó sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir fágaðan söng í flóknum og fjölbreyttum útsetningum. Kórarnir einblína báðir á samtímatónlist, svo sem popp, rokk, jazz og dægurlagatónlist. -- Vocal Line er a cappella kór sem samanstendur af 30 söngvurum sem með einlægri innlifun, listrænu skynbragði og einkennandi hljóm ná á hverjum tónleikunum á fætur öðrum að snerta huga og hjörtu áheyrendanna. Vocal Line hefur frá upphafi haft það að markmiði að vera í fararbroddi á lands- og alþjóðavísu varðandi þróun á rytmískum kórsöng. Í gegnum árin hefur Vocal Line öðlast mikla viðurkenningu fyrir starf sitt, bæði í Evrópu og víðar um heim og unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna. Vocal Line urðu valin "Eurovision kór ársins 2019", keppni sem haldin var í Svíþjóð milli 10 evrópskra kóra. Kórinn fékk þar að auki nafnbótina “European Voices Award” fyrr á árinu. Vocal Line hefur haft heiðurinn af að syngja með heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við Bobby McFerrin í New York og Rolling Stones á Hróarskeldu hátíðinni. Um langt skeið hefur Vocal Line haft ákveðna tengingu við Ísland, og m.a. sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Tónlistarmyndband við titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa og þá er Þingeyingurinn Gunnar Sigfússon fyrsti og eini Íslendingurinn sem syngur með Vocal Line. Vegna þessarra tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar.
0 Comments
Þann 23. maí næstkomandi verðum við með tónleika í Guðríðarkirkju. Lögin sem við tökum eru í fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum. Mörg laganna sem flutt verða hafa slegið í gegn og flest þeirra trónað á toppi vinsælustu popplaga síðustu ára. Það er því óhætt að segja að þetta verði sannkölluð poppveisla. Tónleikarnir verða að hluta til með undirleik og léttu slagverki. Þið verðið ekki svikin af þessu fjölbreytta prógrammi sem við höfum sett saman að þessu sinni. Hlökkum til að sjá sem flesta!
https://tix.is/is/event/7982/vortonleikar-vocal-project/ Í kvöld verða Legends tónleikarnir okkar í Vocal Project. Þeir sem vilja næla sér í allra síðustu sætin geta smellt á hlekkinn hér að neðan. Við erum rosalega spennt að flytja prógrammið fyrir ykkur. Sjáumst í kvöld með bros á vör og söng í hjarta 🎤🤩
https://tix.is/is/event/5828/legends-vocal-project-/ Við rötuðum í Moggann í dag. Í blaðinu má finna viðtal við Gunnar Ben kórstjóra um tónleikana okkar þann 25.maí n.k.
Fyrir þá sem áttu eftir að tryggja sér miða er linkur hér á miðasöluna: https://tix.is/is/event/5828/legends-vocal-project-/ Ertu karlmaður? Syngurðu? Viltu koma og syngja með skemmtilegu fólki?
Vocal Project getur bætt við sig tenórum og bössum. Við lofum skemmtilegum efnistökum, hressum kórfélögum og eins og einu eða tveimur partýum í kaupbæti. ;) Meðal þess sem við höfum sungið síðustu misserin eru lög með Metallica, Jet Black Joe, Bítlana, Green Day, Evanescence, Rag’n’Bone Man, Justin Timberlake og Bruno Mars... Viltu vera með? Sendu okkur póst á vppoppkor@gmail.com og við verðum í bandi! Vocal Project heldur litríka vetrartónleika í Guðríðarkirkju á nýju ári. Innblástur tónleikanna eru allir regnbogans litir í afar frjálslegri túlkun kórsins.
Vocal Project fer ótroðnar slóðir í lagavali sem fyrr. Á efnisskránni í janúar eru lög þar sem litir koma fyrir í textum, listamannsnöfnum eða plötuheitum frá ekki ómerkari li(s)tamönnum en Bítlunum, Green Day, Klíkunni og Metallica – í allt að 8 röddum! Kórstjóri er hanakamburinn Gunnar Ben. Hann er oftast í svörtu. Vocal Project er stolt af því að kynna nýjan vef kórsins!
Vefurinn er unnin af markaðsnefnd kórsins í samstarfi við stjórn. Þetta er fyrsta útgáfa og frekara efni verður bætt við hann á komandi vikum og misserum. Einnig er nú hægt að skrá sig á póstlista Vocal Project til að tryggja að missa ekki af neinu, en við munum senda út upplýsingar um tónleika, inntökupróf og annað spennandi sem er í gangi hjá okkur. Ekki missa af því - þú getur skráð þig hér hægra megin á síðunni. Endilega deilið vefnum með vinum og vandamönnum í gegnum samfélagsmiðlana svo að enginn verði nú af þeirri ánægju að fá að upplifa Vocal Project - Poppkór Íslands! :) Viltu vera með!
Næstu inntökupróf verða haldin 2. september. Skráðu þig! |