Við í Vocal Project höfum skráð okkur til leiks á virtu alþjóðlegu kóramóti í Krakow í Póllandi á næsta ári. Svona ferð kostar talsvert og því treystum við á fjáraflanir.
Ein af okkar megin fjáröflunum eru tvö happdrætti, og í dag hefst miðsala á Jólahappdrættið okkar. Verð miða er aðeins 1.500 krónur, og má nálgast miðana hjá kórmeðlimum. Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn, og vonum að vinningarnir gleðji svona rétt fyrir jólin :)
1 Comment
|
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |