Vocal Project heldur litríka vetrartónleika í Guðríðarkirkju á nýju ári. Innblástur tónleikanna eru allir regnbogans litir í afar frjálslegri túlkun kórsins.
Vocal Project fer ótroðnar slóðir í lagavali sem fyrr. Á efnisskránni í janúar eru lög þar sem litir koma fyrir í textum, listamannsnöfnum eða plötuheitum frá ekki ómerkari li(s)tamönnum en Bítlunum, Green Day, Klíkunni og Metallica – í allt að 8 röddum! Kórstjóri er hanakamburinn Gunnar Ben. Hann er oftast í svörtu.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldri fréttir
August 2024
Flokkar |