Vocal Project er stór hópur söngfugla sem lætur helst til sín taka á rytmíska sviðinu. Kórinn heldur reglulega tónleika á höfuðborgarsvæðinu, ýmist rafmagnaða eða órafmagnaða, með eða án undirleiks. Tónleikar Vocal Project hafa verið vel sóttir og oft komast færri að en vilja.